Gefa stígunum á Klambratúni nöfn*

Gefa stígunum á Klambratúni nöfn*

Hvað viltu láta gera? Nefna annan Skaftastíg og hinn Sigurlaugarstíg og setja skilti með fróðleik um nöfnin við stígana, t.d. á ljósastaura. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að tengja þá við sögu borgarinnar og mannlífs á svæðinu. Í bókinni "Reykjavík miðstöð þjóðlífs" frá 1977 er ma. fjallað um mótekju í Norðurmýri og þar segir: "Tveir vegir lágu um mýrina, háir moldarhryggir að þeirra tíma sið. Annar lá norður um mýrina, nefndur Skaftastígur (eftir Skafta Skaftasyni d. 1869). Hinn lá austur á Skaftastíg og nefndist Sigurlaugarstígur (eftir Sigurlaugu Þorkelsdóttur d. 1874)." Þess má einnig geta að gatan Skaftahlíð heitir eftir Skaftastíg samkvæmt tillögu nafnanefndar borgarinnar árið 1946. *Ef hugmynd er kosin yrði hún unnin í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar

Points

"Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt." Úr kvæði Tómaar Guðmundssonar, Fjallgöngu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information