Rathlaupakort fyrir efri hluta Elliðaárdals

Rathlaupakort fyrir efri hluta Elliðaárdals

Hvað viltu láta gera? Útbúa rathlaupakort fyrir efri hluta Elliðaárdals Hvers vegna viltu láta gera það? Elliðaárdalur er útivistarparadís milli Breiðholts og Árbæjar. Til þess að nýta betur svæðið mætti útbúa rathlaupakort af svæðinu og tengja það við rathlaupkortið sem er til af neðri hluta Elliðaárdals. Rathlaup er í íþrótt sem hentar nánast öllum og gæti nýst skólum í nágrenninu svo sem Árbæjarskóla og Hólabrekkuskóla. Fyrir þá sem ekki vita þá er rathlaup nokkurskonar víðavangshlaup, þar sem þátttakendur fá kort og þurfa að finna ákveðna staði með hjálp kortsins. Þetta er íþrótt og útivera fyrir alla aldurshópa hvort sem fólk vill keppast við að hlaupa sem hraðast eða ganga um í náttúrunni og uppgötva nýja staði. Rathlaupafélagið Hekla hefur látið útbúa rathlaupakort af ýmsum útivistarsvæðum í borginni og nú er kominn tími til að fá eitt slíkt í nágrenni Breiðholts.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information