Trjá- og gróðursöfn

Trjá- og gróðursöfn

Hvað viltu láta gera? Búa til trjá- og gróðursafnreiti víðs vegar um Breiðholtið. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka við trjá- og gróðurflóruna í Breiðholti öllu. Reitunum yrði dreift víðs vegar um Breiðholtið í Seljahverfi, Bakkahverfi og efra Breiðholt. Gróðurinn í reitunum yrði merktur og sett yrðu upp fræðsluskilti fyrir vegfarendur. Reitirnir yrðu nálægt göngustígum og þeir kortlagðir. Þegar eru margir gróðurreitir í hverfinu sem gætu orðið hluti þessa safns. Skólarnir í hverfunum gætu nýtt þetta til útikennslu og mætti vel hugsa sér að reitirnir yrðu útbúnir í samstarfi við þá. Ekki væri verra ef hugað væri að svokölluðum blágrænum lausnum samhliða uppsetningu nýrra trjá- og gróðursafnreita þar sem yfirborðsvatni er beint í ákveðna farvegi og gætu myndað skemmtilegar litlar lækjarsprænur t.d. fyrir krakka að leik. Markmiðið væri að byggja upp vistvænt og fræðandi umhverfi sem eykur vellíðan íbúa.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information