Hundagerði í Seljahverfi*

Hundagerði í Seljahverfi*

Hvað viltu láta gera? Búa til stórt hundagerði í Seljahverfi. Rúmgott með nokkrum hólfum og jafnvel þrautum fyrir hunda til skemmtunar og þjálfunar. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er skortur á svæðum til að hleypa hundum lausum innan borgarmarka. Vantar almennilegt gerði sem er hólfað niður. Nægilega stórt til að leyfa hundum að hlaupa lausum, jafnvel eftir tegundum/stærð. Virðist sem hundum sé að fjölga í nágrenninu og fólk er mikið í göngutúrum með þá í Breiðholtinu sem er jákvætt. Til að þjálfa hunda þurfa aðstæður þó að vera góðar og fyrir hendi. Innkall frá fjarska og boltaleikir eru t.d. þættir í þjálfun, sem erfitt/illa séð er að æfa innan hverfis (það þarf að gera sér ferð út úr bænum). Með því að hafa hundagerði sem væri t.d. hólfað niður, væri hægt að kynnast öðrum hundaeigendum og bera saman bækur varðandi þjálfun, o.fl. Staðsetning nálægt skóla, heimili eldri borgara og íbúahverfi væri kjörinn staður til umhverfisþjálfunar. Rjúpnahæð, svæði sem hefur verið nokkuð mikið notað fyrir leiksvæði fyrir hunda er líklegast að hverfa undir aðra starfsemi/vegaframkvæmdir svo hundagerði/svæði væri vel þegið innan Seljahverfis. *Staðsetning á völdum stað í Seljahverfi - endanlega staðsetning verður ákveðin fyrir kosningu ef hugmynd kemst áfram. *Hugmyndir sameinaðar við: Hundagerði við Jaðarsel: https://betrireykjavik.is/post/28988. Betra Hverfi: https://betrireykjavik.is/post/38883. Lagfæra hundasleppisvæði í Bakkahverfi: https://betrireykjavik.is/post/38300 - Fæli í sér endurbætur á þessu svæði.

Points

Vegna byggingar á Arnarnesveg sem mun liggja þvert yfir stæðsta hundasvæði borgarinnar og er mjög mikið notað af hundaeigndum mun vanta stórt lokað hundasvæði og ekki væri verra ef það væri upplýst. Frábær hugmynd að hafa það hólfaskipt og þetta væri frábær staðsetning þar sem það er ekkert nema illa farnar brýr á þessu svæði.

Þakka pent. Bý í Hryggjarseli og langar ekki að hafa hundagerði við húsið hjá mér

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information