Umbætur á Markúsartorgi

Umbætur á Markúsartorgi

Hvað viltu láta gera? Ungmennaráð Breiðholts 2020-2021 óskar eftir því að það verði gerðar umbætur á Markúsartorgi í Efra-Breiðholti. Þar væri hægt að gera betri aðstöðu fyrir fjölskyldur og ungmenni, til dæmis fá körfuboltakörfu fyrir utan Miðberg, kaffihús með útiaðstöðu og fleira til þess að nýta þetta torg betur. Hvers vegna viltu láta gera það? Torgið er lítið nýtt nú þegar en hefur marga möguleika. Þar í kring er öll helsta þjónusta sem er hægt að finna í Efra-Breiðholti, m.a bókasafn, heilsugæsla, félagsmiðstöð og tónlistaskóli, og er því ákveðinn miðpunktur fyrir íbúa. Núna er rekinn veitingstaður við torgið með vínveitingarleyfi en við myndum vilja gera torgið fjölskylduvænna.

Points

systir mín skal stofna kaffihús þarna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information