Skólahreysti

Skólahreysti

Hvað viltu láta gera? Setja upp fulla Skólahreystibraut í efra Breiðholti. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka lýðheilsu barna og unglinga. Stuðla að meiri hreyfingu sem er einnig leikur. Gera skólana stóru, Fella og Hólabrekku að samkeppnishæfum skólum um leið og vinna Skólahreystititla fyrir hverfið sitt. Skólahreystibraut er einnig falleg á að líta og gerir hverfið okkar skemmtilegra.

Points

Stuðla að meiri og betri hreyfingu

Góð hreyfing fyrir unga sem aldna

Frábært að fá fleiri útivistarsvæði fyrir krakka, það er svo nauðsynlegt að geta hreyft sig og hvað þá að það sé gaman einmitt með svona braut :)

Frábær hugmynd og stuðlar að meiri hreyfingu fyrir börnin 🤙💪

Líst vel á hugmyndina. Gott væri að fá hreystibrautir bæði í efra og neðra Breiðholti. Mikilvægt fyrir börn að geta haft fjölbreytta afþreyingu

Frábær hugmynd!!!

Engin spurning, frábært að fá hreystibraut í hverfið. Þurfum að halda hreyfingu að börnunum okkar. Reynslan hefur sýnt að þar sem þessar brautir hafa verið settar upp eru þær mikið nýttar.

Frábær hugmynd. Gæti einnig hentað að hafa hreystibrautina í bökkunum.

Frábær hugmynd

Þetta er ekki dýrt í stóra samhenginu, tilvalið að setja slíka braut upp á túninu fyrir utan sundlaugina þar sem nú þegar er einhver vísir að grindum - og þetta hjálpar við að halda krökkum og unglingum í hreyfingu, úti með félögunum frekar en að hanga inni í tölvunni og aukinn áhugi á hreyfingu og íþróttum dregur úr líkum á að krakkarnir fari í óreglu og óæskilegan félagsskap.

Væri reyndar frekar til að fá þessa í neðra Breiðholt (Bakkana). En ef það er ekki hægt, þá bara efra Breipholt til vara.

Flott fyrir krakka að hreyfa sig

Þetta er frábær hugmynd! Mjög barnvænt svæði og nóg pláss á grasflötunum milli Fellaskóla og Hóklabrekkuskóla og allir í sund á eftir 😊

Snilld fyrir börn að leika og æfa

Hreyfing er nauðsynleg og þetta vantar í efra Breiðholtið.

Það mælir allt með svona æfingatæki fyrir börn á þessu svæði. Hef séð hvað kongulóavefurinn gerir fyrir börnin. Gott mál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information