Göngustígur við gatnamót Suðurhóla/Vesturbergs*

Göngustígur við gatnamót Suðurhóla/Vesturbergs*

Hvað viltu láta gera? Láta leggja göngustíg við Suður- og vesturhóla nálægt gatnamótunum við Vesturberg þar sem nú er gras. Gera einnig litla gangbraut yfir Vesturbergsgötuna í framhaldi af göngustígnum. Láta göngustíginn byrja hjá bílastæðunum við Suðurhóla 2-8, leggja gangbraut yfir Vesturbergið og svo áframhaldandi göngustíg framhjá Taxa-innskotinu og tengja við göngustíginn sem er þar fyrir aftan. Hvers vegna viltu láta gera það? Margir sem ganga/hjóla þessa leið. T.d. þeir sem ferðast úr efra breiðholti niður höfðabakkann eða öfugt. Óþarfa bras að labba þessa leið eins og hún er núna. Það er t.d. ekki hægt að ganga þarna um með barnavagn. Það myndast einnig mikil drulla því fólk gengur í grasinu. Sömuleiðis er enginn göngustígur hinum megin við götuna (ara- og álftahóla-megin) sem hægt væri að nota í staðinn.

Points

Nú þegar er göngubraut yfir Vesturbergið við þrenginguna svolítið sunnar en sýnt er á mynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information