Uppfæra strætóskýli / betri ásýnd Breiðholts

Uppfæra strætóskýli / betri ásýnd Breiðholts

Hvað viltu láta gera? Uppfæra rauðu ljótu strætóskýlin í þessi nýju með skjánum sem sýna m.a. rauntímaupplýsingar strætisvagna. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka þjónustu með rauntímaupplýsingum, stærri skýli, betri ásýnd. Í raun er óskiljanlegt hvers vegna ekki er búið að uppfæra skýlin. Mikil umferð er í strætó í Breiðholti vegna þéttleika hverfisins og sést það t.d. fyrir framan Sundlaug Breiðholts þar sem tvö rauð skýli standa samhliða. Með fjöldanum leynast tækifærin og ætti því að vera hagur í að selja auglýsingar á þessi skýli líkt og annarsstaðar í borginni. Með nýjum skýlum kæmu einnig rauntímaupplýsingar strætó og þannig betri þjónusta við notendur. Nýju skýlin eru einnig stærri og með betra skjól fyrir veðri, sem þarf ekki síst í efra hverfi eins og Breiðholti. Mikið hefur verið rætt í borginni um að bæta ásýnd Breiðholts en þessar breytingar styðja það verkefni vel. Einstaka uppfærð skýli eru í Breiðholti, líkt og við Arnarbakka og Norðurhóla og mætti því halda áfram að uppfæra í hverfinu. Skýlin eru ekki rekin af borginni en vegna átaks um betri borg og betri ásýnd Breiðholts mætti borgin taka þátt í kostnaði sem fælust í þessum breytingum.

Points

Þetta er í verkahring Strætó. Ekki í verkahring Reykjavíkurborgar. Afhverju eru svona margar tillögur sem koma borginni ekkert við?

Stræto skilinn í breiðholti eru rónaleg ég er sammála við þurfum ný

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information