Græn skjólbelti

Græn skjólbelti

Hvað viltu láta gera? Planta trjám í Vatnsendahæðina. Sígræn tré í bland við aðrar trjátegundir sem fella lauf á haustin. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka skjól fyrir vindi (austan og suð-austan áttinni) og umferðhávaða af væntanlegum Arnarnesveg sem þverar Vatnsendahæðina. Það stendur til að skera Vatnsendahæðina milli Breiðholtsins og Kórahverfis Kópavogs með Arnarnesveginum. Plöntun trjá milli vegarstæðisins og Seljahverfisins mun draga úr ónæðis af umferðinni þar og auk skjólið í hverfinu fyrir austanáttinni. Plöntun trjáana gæti verið verkefni fyrir skólana í hverfinu eða unglingavinnuna næsta vor.

Points

Minnka áhrif væntanlegar umferðar og auka skjól.

Arnarnesvegur á eftir að auka svifryksmengun yfir Seljahverfið og vetragarðinn. Því er mikilvægt að gróðursetja tré meðfram veginum og neðar sem mun veita Seljahverfinu skjól og einangra betur mengunina.

Enginn spurning- veitir meira skjól fyrir vindi í efrihluta seljahverfis og hljóðskjól vegna væntanlegrar hraðbrautar (arnarnesvegur) - Þarna er kjörið tækifæri til að byggja upp grænt belti með göngustíg og þéttvöxnum trám sem munu hlykkjast í vatnsendahæðinni.

Þetta myndi vera frábært fyrir þetta svæði.

Það er nokkuð ljóst að Arnarnesvegurinn mun verða lagður þarna. Þvi er mjög sniðugt að planta niður skjólbelti trjáa til að draga úr hávaða, binda koltvísýring og brjóta niður vindhviður sem koma úr suðrinu.😁

Það er allt sem mælir með þessari góðu hugmynd

Vel gerlegt að rækta skóg þarna og maður sér fyrir sér skógarbelti eins og er á milli Bakka og efra Breiðholts. Ætti að skýla vel fyrir austanátt og hávaða frá brautinni ef og þegar hún kemur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information