Endurbæta leiksvæði milli Tinda- og Tungusels

Endurbæta leiksvæði milli Tinda- og Tungusels

Hvað viltu láta gera? Leiksvæðið mætti vera fjölbreyttara, með fjölbreyttari leiksvæðum og/eða tækjum. Samanber drekaróló í sundunum og Rútstún í Kópavogi. Leiksvæði fyrir mismunandi aldur barna, alveg frá yngstu(áfram ungbarnarólur) og upp úr og einnig svæði fyrir foreldra til að sitja við, jafnvel borða nesti. Mynda mætti betra skjól fyrir norðanáttinni og gaman væri að hafa það berjarunna eða ávaxtatré, líkt og hafa verið gróðursett í öðrum hverfum. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er lítið um leiksvæði í þessum enda seljahverfis og þau sem eru hér er löngu kominn tími á endurnýjun og þau eru jafnvel hættuleg vegna skorts á viðhaldi. Þennan leikvöll nýta einnig dagforeldrar á svæðinu.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information