Hvað viltu láta gera? Setja útilistaverk og trjágróður t.d. Fjallafurur á auða svæðið/holtið neðst á milli gatnanna Lambasels og Klyfjasels😊það þarf að koma í veg fyrir að fólk gangi þarna yfir vegna þess að allur sjálfsáður gróður drepst við þennan ágang. Það mætti t.d. gera með nokkrum stórum steinum hér og þar og planta veglegum fjallafurum eða öðrum sígrænum gróðri í skjóli steinanna. Útilistaverk í hæfilegri fjarlægð frá götunni myndi ásamt fallegum gróðri gleðja augu vegfarenda. Þeir eru fjölmargir sem myndu njóta þessarar fegurðar t.d. fólk í strætó eða á gönguferðum! Hvers vegna viltu láta gera það? Þarna þvert yfir holtið er kominn sóðalegur göngustígur. Auk þess að fegra ásýnd holtsins og til að gleðja íbúa hverfisins og vegfarendur😊
Mun fegra hverfið
Sammála. Þarf að bæta ásýnd þessa svæðis
Við innkeyrsluna í Klyfjasel vinstra megin þegar keyrt er upp götuna var gert aðlaðandi svæði fyrir áratugum síðan með trjágróðri og grasi og því löngu tímabært að lagfæra svæðið fyrir neðan Lambasel😊
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation