Sparkvöll og leikvöll*

Sparkvöll og leikvöll*

Hvað viltu láta gera? Gera sparvöll og endurhanna leikvöll à túni hjà matjurtagörðum við Jöklaborg. Svæðið bíður upp à mikla möguleika en er frekar illa nýtt t.d. er grasvöllur à þessum slóðum notaður sem göngustígur, eins er leikvöllur sem mætti gera snyrtilegri og betri. Gera ætti sparkvöllur à túninu þar sem matjurtagarðar endar (nær Krónunni). Best væri að hafa sex mörk. ( 4 à skammhlið og 2 à langhlið) þannig næst betri nýting à vellinum. Það væri hægt að nota þær grænu grindur/ hlið sem er núna à þeim velli sem er aldrei notaður. À leikvellinum ætti að ráðast í endurbætur, laga til og skipta um undirlag og setja viðhaldsfría bekki. Hvers vegna viltu láta gera það? À þessu svæði er sparkvöllur og leikvöllur í dag en sàrafàir eru að nota þessa aðstöðu eins og staðan er i dag. Með þessum framkæmdum er hægt að fà betri nytingu à svæðinun, eins væri hægt að efla rækturargarða samhliða bættu umhverfi, þar sem góð afþreyging yrði í boði fyrir fjölskyldur. Eins vantar meiri afþreygingu fyrir börn sem búa efst i Seljahverfi. *Hugmynd sameinuð við: Fótboltavöllur við Jaðarsel: https://betrireykjavik.is/post/29198.

Points

Frábær hugmynd, verður mikið notað.

Ónotað svæði sem passar mjög vel fyrir þessa hugmynd! Mikið af börnum og unglingum á svæðinu sem fagna þessu án þess að þrengt sé að íbúðarhúsum með hávaða

Hjartanlega sammála um að gera að nýta svæðið betur

Styð þetta, vantar ærslabelgi í hverfið og margir hafa kallað eftir þeim. Yrði mikið notað af ungum sem öldnum.

Svo frábært svæði sem hægt er að nýta svo vel! Gott skjól og fjarri bílagötu. Leiksvæðið sem er þar fyrir er vel nýtt og verður það efalaust betur nýtt ef bætt verður við ærslabelg.

Sammála þessu, í þennan hluta Seljahverfis vantar betri aðstöðu fyrir börn hvað varðar leiksvæði. Þetta yrði mikið notað af börnum í hverfinu og gæfi svæði sem nú er ekkert notað mikla lyftingu og myndi passa vel inn î skipulag svæðisins

Svo sammála þessari hugmynd. Í núverandi mynd er þetta svæði ekkert nýtt. Þetta myndi breyta ásýnd svæðisins til hins betra.

Sammála jóa, mjög góð hugmynd, mjög lítið notað þetta svæði, vantar fjör og líf á þennan stað😊

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information