Magnaðir malarstígar

Magnaðir malarstígar

Hvað viltu láta gera? Víða í Breiðholti og þá sérstaklega í hinu stórkostlega skóg/kjarrlendi Breiðholtsins eru sem betur fer ennþá gamlir malarstígar. Þessi stígar eru satt að segja algjörar perlur útivistar og náttúruuplifunar í hverfinu. Á nokkrum köflum hafa þessir gömlu stígar verið lagaðir ( t.d. á köflum norðanvert undir Vesturhólum ) með því að bera í þá svarta stígamöl sem um leið stórbætir þá og opnar nýtt aðgengi að náttúrunni í Breiðholti. Tillagan gengur því út á það að kortleggja og laga ALLA malarstíga í Breiðholti með því að bera í þá stígamöl, breikka þá þar sem þarf og losa þá þannig við moldardrullu, polla og stór grjót og koma um leið upp bekkjum og/eða æfingatækjum á völdum stöðum í kjarrlendinu meðfram stígunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þannig stórbætum við hverfið okkar og opnum skemmtilegar leiðir til þess að njóta þess að vera úti í náttúrunni, inni í borginni/hverfinu okkar. Líklega eru þetta ekki margir kílómetrar, kannski 3-5 km og í misgóðu ástandi og viðhald er ekkert ef vel er gert í upphafi. Þetta verkefni ætti því ekki að þurfa að kosta svo mikið en gefur margfalt til baka. Þessu til viðbóta mætti benda á að það þarf að passa vel að malbika alls ekki alla göngustíga - vaxandi hópur fólks, svo sem hlaupa- og útivistarfólk, kýs miklu frekar malarstíga umfram malbik

Points

Sammála þessu. Malarstígar mun heppilegri t.d. íí hálku. Hinsvegar er hjólafólk að troðast eftir þessum stígum og spænir sandinn upp úr þeim. Stígurinn neðan við Vestyrbergið er 2. km. fram og til baka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information