Leikvöllur á túni milli raðhúsa í Bakkahverfi

Leikvöllur á túni milli raðhúsa í Bakkahverfi

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta setja flottan almenningsleikvöll á túnið á milli raðhúsanna neðst í bökkunum. Það væri hægt að setja stóran kastala með mismunandi rennibrautum og rólum eða hafa leikvöllinn í formi víkingaskips. Einnig væri hægt að setja niðurgrafin trampólín og bekki fyrir þá sem fylgjast með börnunum. Það væri gaman að fá leikvöll sem er ólíkur hefðbundnum leikvöllum til að auka fjölbreytni. Hvers vegna viltu láta gera það? Leikvöllurinn sem nú er á mill Réttar- og Staðarbakka er orðinn gamall og sjúskaður. Það hefur ekki verið hugað að viðhaldi á honum í mörg ár. Ég held að margir myndu nýta leikvöllinn ef metnaðarfull endurgerð færi fram þar sem hann stendur við göngustíg sem tengir bakkana við Mjóddina.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information