Skrautlegri sorpílát

Skrautlegri sorpílát

Hvað viltu láta gera? Það er fátt sem er jafn óspennandi, en jafn nauðsynlegt og rusladallur. Þeir hanga á ljósastaurum og verða seint taldir fallegir. En þessu má alveg breyta. Þegar ég var á Þingeyri í sumar vöktu skrautlega málaðir rusladallar athygli mína. Þar voru dallarnir góðu málaðir á ýmsa lund og voru að mínu mati hin mesta prýði. Ég væri alveg til í að sjá þetta hér í Breiðholtinu, já eða bara á sem flestum stöðum. Þarna gætu listamenn á öllum aldri fengið að láta ljós sitt skína á frekar óvennjulegum vetvangi. Við eigum nefnilega alveg fullt af hæfileikaríku fólki. Kosturinn við þessa hugmynd að hún er hvorki dýr né mjög flókin í frammhvæmd. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta myndi pottþétt vekja athygli og prýða hluti sem annars eru frekar ljótir. Breyta ljótleika í fegurð.

Points

Fallegt

Styð þessa tillögu, myndi lífga upp á umhverfið. Mætti skoða að gera þetta líka við götuskápa frá veitufyrirtækjum sem oft er útsettir fyrir veggjakroti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information