Hvað viltu láta gera? Taka af víð og bogadregin gatnamót sem hvetja til þess að bílum sé lagt í veg fyrir gangandi. Færa gangstéttar fram svo bílastæði afmarkist í hæfilegri fjarlægð frá götuhornum og leið gangandi/hjólandi yfir gatnamót verði bein og hindrunarlaus. Hvers vegna viltu láta gera það? Fallegra umhverfi, aukið öryggi og þægindi gangandi og bætt aðkoma neyðarbíla. Víðáttumikil gatnamót eru líklega leyfar gamalla tíma og sumsstaðar er verulegu rými sóað í gatnamót með afar takmarkaðri umferð. Þar sem gangstéttar liggja í boga meðfram slíkum gatnamótum er afar algengt að bílum sé lagt í bogann enda engin afmörkun stæða. Því fylgja bæði óþægindi og slysahætta fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa að fara út á gatnamót á milli bíla. Með því að færa gangstéttar fram á hornum verður ljóst hvar bílastæði við götubrún enda og leið gangandi yfir gatnamót tekur við. Rýmið sem vinnst getur sett fallegan svip á gatnamót sem er í dag eru lítið nýtt flæmi af malbiki. Aðkoma stærri neyðarbíla ætti alla jafna að batna mikið því í stað bifreiða á götuhornum væru lágar/niðurteknar gangstéttarbrúnir sem fara þyrfti yfir. Nokkur dæmi um gatnamót sem mætti huga að í fyrstu aðgerðum: Laufásvegur/ Bragagata, Laufásvegur/Skálholtsstígur, Bergstaðastræti/Baldursgata.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation