Hundasvæði við BSÍ*

Hundasvæði við BSÍ*

Hvað viltu láta gera? Við BSÍ er hundagerði, þar sem hægt er að sleppa hundum sínum lausum. Svæðið stendur á 'túni' sem ekki er notað í neitt annað, en nokkrum metrum frá, mætti ekki stækka þetta svæði töluvert og mögukega bæta örlítið aðkomu? Hvers vegna viltu láta gera það? Plássið nýtist ekki í neitt annað, en það er svo sannarlega þörf á meira plássi fyrir hunda að leika sér, sérstaklega þar sem hægt er að sleppa þeim og leyfa þeim að hlaupa. *Svæði er í framtíðarskipulagi - tímabundin framkvæmd en óvisst hvenær uppbygging er fyrirhuguð.

Points

Akkúrat sem vantar fyrir alla hundaeigendur miðbæjarins og nálægt.

Sem nýr hundaeigandi í 101 styð ég þessa hugmynd heilshugar. Myndi vilja sjá rausnarlega stækkun á svæðinu, etv. grjót/hól eða annað til að gera svæðið náttúrulegra og gott væri að fá ljósastaur svo svæðið nýtist líka í myrkasta skammdeginu.

Það vantar sárlega svæði þar sem hleypa má hundum lausum og þau 2 svæði vestan Elliðaáa, þ.e. þetta gerði og annað við Laugardalinn, eru alltof lítil og óspennandi. Hægt væri að stækka þetta gerði um a.m.k. helming með litlum tilkostnaði. Sting einnig upp á að setja það meiri gróður og mögulega stórt grjót eða eitthvað sem minnir á ósnerta náttúru.

Vantar sárlega stærri og betri hundasvæði í göngufæri við miðbæinn. Þetta yrði til mikilla bóta fyrir hundaeigendur og hunda þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information