Gosbrunnar

Gosbrunnar

Hvað viltu láta gera? Mér finnst vanta gosbrunna í miðbæinn, t.d. Nýja miðbæinn við Hafnartorg. Hvers vegna viltu láta gera það? Gosbrunnar laða bæði að sér ferðamenn og fjölskyldufólk. Hægt væri að hafa volgt vatn fyrir börnin að busla í. Svo þarf auðvitað að hafa bekki, fullt af ruslatunnum og aðstöðu fyrir nesti.

Points

Góð hugmynd. Sérstaklega væri gaman að fá gosbrunn sem sprautar vatni upp í gegnum litlar holur og hægt er að hlaupa í gegnum hann þurrum fótum ef maður hefur stúderað munstrið. Hann þarf að vera þannig að hægt er breyta munstrinu. Volgt vatn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information