Vistgata við Hallgrímskirkju*

Vistgata við Hallgrímskirkju*

Hvað viltu láta gera? Lækka hraða akandi umferðar fyrir framan Hallgrímskirkju með hækkuðum götum, aukinni lýsingu, hraðahindrunum og þrengingum. Á myndinni sést svæðið sem átt er við. Að auki eru bílastæði innan þessa svæðis sem væru betur nýtt fyrir gangandi umferð og gróður. Allt svæðið mætti skilgreina sem gönguþverun. Hvers vegna viltu láta gera það? Á svæðinu er mikil umferða gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Ökumenn eiga það til að taka beygjuna inn og út af Skólavörðustíg og/eða Njarðargötu á þó nokkurri ferð sem skapar hættu fyrir aðra vegfarendur. Með því að lækka hraðann, fækka bílastæðum og gera umhverfið aðgengilegra og grænna mætti auka öryggi allra vegfarenda. Þar fyrir utan er gjarnan margt ferðafólk á svæðinu sem hefði þá meira ráðrúm til að stoppa og virða kirkjuna fyrir sér.

Points

Breyta öllu frá gatnamótum Eiríkgötu/ Mímisvegar, Njarðargötu/ Freyjugötu, allan Skólavörðustíg að Frakkastíg/ Bergþórugötu í vistgötu...15 km hámarkshraði og gangandi í forgangi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information