Hvað viltu láta gera? Einn garður- svæði er efst við Frakkastíg beint á móti veitingastaðnum ROK, heitir víst Frakkland. Hægt væri þar að útbúa almanna rými sem er ekki bara leikvöllur fyrir yngri kynslóð - sumsé enn einn rólóinn. Heldur skemmtilegt og "organískt" grænt svæði sem nýtast myndi öllum aldurshópum. Svo háttar til þarna að svæðið er á þremur stöllum. Gömul falleg tré eru á neðsta svæði, en á miðstalli eru 13 aspir, svo eru birkitré efst. Mér finnst gráupplagt að fella aspirnar, fá landslagsarkitekta ( eða nema í landslagsarkitektúr) til endurhanna svæðið m.a að smíða úr öspunum t.d víkingaskip, sem uppfylla myndi alla öryggisstaðla, sem gleðja myndi fólk á öllum aldri. Til smíðavinnu myndi verða leitað í Samfélagshús ( Félagsmiðstöð eldra fólks) til að finna þar smiði, völunda sem myndu deila/ kenna yngra fólki sína þekkingu, það að meðhöndla og vinna með við. Þetta er því sjálfbært og samfélagslegt verkefni. Hugað yrði að sætum fyrir fólk, hugað yrði að skjóli. Mætti hugsa sér að nýta vegginn uppvið Gamla Iðnskólann sem klifurvegg. Hvers vegna viltu láta gera það? Sjá hér að ofan. Þetta svæði nýtist ekki eins vel og það gæti nýst. Frábær staðsetning og er nálægt einu helsta kennileiti borgarinnar. *Hugmyndir sameinaðar við: Útskot efst á Frakkastíg: https://betrireykjavik.is/post/39222
Geggjuð hugmynd!
Sammála ,mætti nýta þennan fína blett mun betur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation