Betrumbæta almenningsgarðinn við Snorrabraut/Leifsgötu

Betrumbæta almenningsgarðinn við Snorrabraut/Leifsgötu

Hvað viltu láta gera? Láta planta töluvert af trjám við bílagötuna og til að ramma svæðið betur inn svo lundurinn sem kallast Bringan verði afmarkaðri, skjólsælli og betri almenningsgarður. Laga aðgengi fyrir hjól og fatlað fólk að garðinum td. við tröppurnar í miðjum garðinum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er grænn reitur sem nýtist illa en gæti með betrumbótur orðið fín vin í borginni fyrir þá sem búa þarna nálægt. Það skiptir máli að minnka að mengunin komist að, takmarka hljóðmengun og þá gæti þetta orðið fínn garður fyrir fólk að sóla sig í, spila kubb og njóta samveru í grænu umhverfi.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information