Tröll og skessur

Tröll og skessur

Hvað viltu láta gera? Ég vil endilega sjá risastór tröll og skessur byggðar og dreifðar um höfuðborgarsvæðið sem myndu gleðja bæði börn og fullorðna. Danski listamaðurinn Thomas Dambo hefur verið að búa til trölla og skessu veröld út um allan heim. Hann vinnur verkin sín úr afgangsefni eða endurunnu efni sem öðlast nýtt líf í formi ævintýraheims. Tröllin og skessurnar er hægt að byggja þannig að þau hafi einnig notagildi sem leiktæki fyrir bæði börn og fullorðna. Þ.e.a.s sem klifurgrind eða hvíldarstaður í ró og næði. Ég legg til að þið skoðið heimasíðurnar sem ég læt fylgja með hér að neðan, þannig þið fáið betri innsýn í hvaða pælingar ég er að reyna að útskýra fyrir ykkur í stuttum texta. Ég sé einnig fyrir mér að þetta gæti verið stærra verkefni en bara í hverfinu okkar. Þetta gæti verið sameiginlegt verkefni nokkurra bæjarfélaga þannig að tröll og skessur væru dreifð um allt höfuðborgarsvæðið. Það eru margir staðir sem koma til greina og vill ég nefna þar Öskjuhlíðina eða Hljómaskálagarðinn hér í miðbænum. Hins vegar sé ég einnig fyrir mér að þetta gæti verið á Klambratúni, Guðmundarlundi í kópavogi, Heiðmörk, Hvaleyrarvatn og svo framvegis. https://thomasdambo.com/ https://www.youtube.com/watch?v=NjmR2zueoYg&t=202s Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta mun lífga upp á borgina og skemmta börnum og fullorðnum allt árið um kring. Á Íslandi eru til fjölmargar þjóðsögur sem fjalla um tröll og skessur og er því tilvalið að fara í svona verkefni hér á landi.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information