Grundargerðisgarður

Grundargerðisgarður

Hvað viltu láta gera? Fá upp fallegar merkingar við inngöngu að Grundargerðisgarði í Gerðum, 108 Reykjavík, bæði að vestanverðu og austanverðu. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er einkum leiðin í garðinn að vestan, um stuttan ómerktan stíg neðan við Akurgerði 11, sem þyrfti að merkja (við Akurgerði). Leið þessi er eiginlega vel falin að óþörfu. Kunnugir rata auðvitað, en það mætti vekja meiri athygli á þessum fallega garði á sumrin. - Við Grundargerði mætti líka setja skilti með nafni garðsins og jafnvel einhverjum fróðleil.

Points

Vantar líka lýsingu

Þessi perla er ansi falin og væri gaman að glæða garðinn meira lífi. Samhliða merkingum er orðið nauðsynlegt að endurnýja aðkomuna að garðinum frá Akurgerðinu þar sem búið er að grafa nokkrum sinnum þarna upp vegna staðsetningar rafmagnsskúrs og því er göngustígurinn orðinn ansi illa farinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information