Hvað viltu láta gera? Ég væri til í að láta setja hjólastólarólu líka þeirri sem er í Klettaskóla á fleiri opin leiksvæði í hverfinu. Nota sjálf hjólastól og hef fundið hvað opin leiksvæði eru óaðgengileg fólki í hjólastól og ærslabelgirnir sem eru í hverfinu eru ekki hannaðir fyrir hjólastóla. Rólan í Klettaskóla er oftast læst utan skólatíma, sem gerir aðgengi að henni erfitt. Hvers vegna viltu láta gera það? Eins og ég sagði hér að ofan finnst þá er aðgengi fyrir hjólastóla takmarkað á opnum svæðum og á það bæði við um börn og fullorðna. Það getur verið erfitt, þá sérstaklega núna á tímum kórónuveirunnar og því er kjörið tækifæri fyrir eitthvað nýtt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation