Gróin hverfismiðja fyrir íbúa*

Gróin hverfismiðja fyrir íbúa*

Hvað viltu láta gera? Útbúa gróna hverfismiðju þar sem íbúar hverfisins geta komið saman. Þar mætti koma fyrir vaðlaug með volgu vatni líkt og í hljómskálagarðinum. Koma fyrir skemmtilegri lýsingu á veturna svo svæðið verði aðlaðandi og upplýst. Setja upp smekklegt grillsvæði, með vaski og grilli, með smekklegum bekkjum. Það er tilvalið að koma líka fyrir útilistaverkum á svæðum og lýsa þau upp. Hugsa gróðurinn fyrir alla árstíma. Hvers vegna viltu láta gera það? Í hverfinu er ekkert almenningsgarður eða torg þar sem íbúar hverfisins geta komið saman. Svæðið sem um ræðir er vannýtt en það gæti orðið að dýrmætri hverfismiðju. Svæðið er í alfaraleið í hverfinu enda nálægt bæði Austurver og leikskólanum Austurborg.

Points

Mjög góð hugmynd !

Frábær hugmynd

Frábær hugmynd fyrir allan aldur sem einmitt einkennir þetta góða hverfi. Sárvantar alveg svona fallegan garð.

Mæli heilshugar með þessari hugmynd sem mun auðga og bæta hverfið á sjálfbæran og ódýran hátt

Stórkostleg viðbót við stækkandi hverfi. Frábært fyrir barnafjölskyldur, ömmur og afa:)

Virkilega góð hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information