Hvað viltu láta gera? Gróðursetja tré til að bæði fegra umhverfið og fá meira skjól fyrir austan- og vestan áttinni. Það er algjörlega nauðsynlegt að fjarlægja kerfilinn fyrir neðan Grundarlandið. Hvers vegna viltu láta gera það? Fegrar umhverfið og veitir meira skjól.
Lystigarður í vesturhluta dalsins að fyrirmynd lystigarðsins Kópavog í austurhluta dalsins. Þetta óræktarsvæði er til skammar fyrir Borgina og algjörlega vannýtt svæði. Þar væri hægt að leggja marga stíga í hlykkjum um rjóður og setja upp bekki og lítil leiksvæði með einföldum náttúrlegum leikstækjum t.d. trjábolum. Fossvogsdalurinn er eitt mest notaða útivistarsvæði Borgarinnar sem væri hægt að fá miklu meira út úr og dreifa fólki betur um hann en stígarnir oft velþéttir af fólki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation