Leikvöllur og áningarstaður á horni Tunguvegar og Ásenda

Leikvöllur og áningarstaður á horni Tunguvegar og Ásenda

Hvað viltu láta gera? Setja nýjan leikvöll fyrir krakka, æfingasvæði fyrir fullorðna, bekki og hvíldarsvæði við horn Tunguvegar og Ásenda. Hugmynd væri líka að setja jafnvel útigrill sem íbúar í nærumhverfi gætu nýtt sér í hverfahitting, planta fleiri runnum og útbúa litla hóla. Hvers vegna viltu láta gera það? Nú þegar hefur hjólastígur og göngustígur verið uppfærður, ásamt hljóðmön og breytingar á svæðinu fyrir "neðan" Ásenda eru hafnar. Umferð hjólandi og gangandi (úr hverfinu og öðrum hverfum) er mikil og eykst með öllum umbótum sem hafa átt sér stað hingað til. Þetta tóma svæði, sem er núna bara hálfgerð mýri, er kjörið til að stoppa við í göngu og hjólaferðum sér til yndis eða á leið heim úr vinnu. Þá held ég að sé mikilvægt að það sé eitthvað fyrir alla aldurshópa á þessu svæði því það er bæði skjólsælt og sólríkt.

Points

Snilldar hugmynd. Núna er verið að gera vegg og laga göngu og hjólastígana þannig að Miklabraut er ekki lengur eins nálægt og hún var. Eins og er er þetta svæði ekki notað og sérstaklega því það er frekar blautt. Það myndast tjarnir og pollar á þessu svæði.

Þetta er flott hugmynd en hef áhyggjur að það verði of nálægt stórti götu með mikið umferð og hjólastígurinn þarna er frekar mikið notaður líka ef það verða börn þarna gæti verið hættusvæði? En annars góð hugmynd, spurning um að setja girðingu eða loka þetta að eitthvað?

Vá flott tillaga ,, pls gera þetta :-)

Algjörlega frábær hugmynd að nýtingu þessa auða svæðis. Yrði vel nýtt af minni fjölskyldu!

Aukin fjölbreitni á möguleikum til útiveru í horni smáíbúðahverfisins

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information