Fótboltavöll á svæði við Háaleitisbraut 109-111 og 113-115*

Fótboltavöll á svæði við Háaleitisbraut 109-111 og 113-115*

Hvað viltu láta gera? Bæta við fótboltavelli með gervigrasi Hvers vegna viltu láta gera það? Fótboltavöllurinn sem er þarna fyrir er ekki vel nýttur. Að bæta við sparkvelli á svæðið myndi bæði nýtast börnum sem og fullorðnum í hverfinu. *Hugmynd sameinuð við: Setja upp battavöll við Nýja róló: https://betrireykjavik.is/post/39433.

Points

Það væri gaman að sjá svæðið nýtt betur. Krakkarnir hafa nýtt fótboltavöllinn en þau gefast upp à honum þegar þau eru komin niður í möl og drullu. Ég er því fylgjandi hvers konar lagfæringum á vellinum. Eins mætti laga körfuboltasvæðið þar sem það er hellulagt. Mætti steypa völlinn og bæta við annari körfu. Tennisvöllur væri frábær fyrir foreldra og aðra fullorðna í hverfinu.

Algjörlega sammála, þetta er frábært svæði en nýtist því miður ekki sem skildi. Fótboltavöllurinn hefur verið lítið notaður síðustu 30 árin, þótt svæðið hafi batnað mikið þegar þetta var tyrft frá því þegar þarna var bara malarvöllur. Sparkvöllur, tennisvöllur, ærslabelgur, aparóla, fleiri leiktæki eða eitthvað annað í þessa átt myndi búa til skemmtilegan samverustað fyrir íbúa hverfisins og vera hvatning til frekari útivistar og samverustunda.

Svæðið myndi nýtast íbúum hverfisins betur með betri skipulagningu og betri aðstöðu.

Væri ótrúlega gaman að fá tennisvöll!

Sammála því að það megi nýta svæðið betur. En sparkvöllur væri líklega of mikið ónæði fyrir íbúa í þessum tveimur blokkum sem liggja að þessu svæði.

Alegerlega sammála þessu áfram gakk í málið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information