sleða/skíðabrekka fyrir neðan Grimsbæ

sleða/skíðabrekka fyrir neðan Grimsbæ

Hvað viltu láta gera? Mér þætti frábært ef brekkan fyrir neðan Grímsbæ (fyrir neðan leikskolann fyrir neðan Grimsbæ!) Væri færð í fyrra horf þannig að hægt væri að nota hana. Hún var lagfærð fyrir nokkrum árum en með þeirri lagfæringu var hún eiginlega eyilögð vegna þess að brattinn eða hallinn er ekki nægur. Þetta hefur leitt til þess að þeir sem nota hana eða reyna það fara nuna i jaðar brekkunnar og enda oft krakkarnir sem eru á snjóþotum eða sleðum inn í botlanga hjá Giljalandi 26-32 á bílastæðinu beint fyrir aftan kyrrstæða bíla.( ég bý í Giljalandi 30). Þetta er stórhættulegt og eins er þarna rennt yfir göngustíg sem liggur niður brekkuna þar sem mikil gangandi og hjólandi umferð er að jafnaði. ÞAÐ VÆRI FRABÆRT EF ÞETTA YRÐI LAGAÐ ! Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Sammála tillögunni en það verður fróðlegt að sjá hvaða útfærslu bærinn kemur með núna. Síðast var gamla brekkan eyðilögð, en til að kóróna vitleysuna var sett stál & viðargrindverk, klætt með gömlum dekkjum, við rót brekkunnar. Hvet fólk til að kjósa með þessu, ekki nema bara fyrir skemmtanagildið

Sammála þessu! Sleðabrekkan var algerlega eyðilögð og eina lausnin er að færa brekkuna til fyrra horfs, jafnvel brattari ef hægt er og með rennsli aðeins vestar - fram hjá trjánum.

Afþreying fyrir fjölskyldur.

Sammála. Það væri einmitt best að laga hallan á löngu brekkunni. Gera lárettan stall efst sem stendur út, síðan brattari brekku sem endar í aflíðandi láréttri brekku aftur svo hún sé örugg fyrir krakkana. Hún er ónothæf eins og hún er í dag. Þar sem krakkarnir eru að renna í dag eru líka hættulegir ljósastaurar og oft búið að sanda göngustíga sem skemmir sleða og þotur.

Einföld brekka til að renna sér á snjóþotu væri ódýrari lausn og á færi fleirra að redda sér rassaþotur heldur en dýrum skíðum

Fá meiri afþreygingu fyrir alla fjölskylduna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information