Einn góðan leikvöll í Staðahverfi

Einn góðan leikvöll í Staðahverfi

Hvað viltu láta gera? Stóran og góðan leikvöll fyrir hverfið, sem gæti hvatt til félagslegra samskipta bæði barna og foreldra. Núna eru þrír leikvellir í hverfinu sem muna mega fífils sinn fegurri auk einnar grunnskólalóðar án starfandi skóla. Sannarlega er því þörf fyrir svæði þar sem fjölskyldur hittast að tilviljun með börnin sín úti við. Leikvöllurinn í miðju hverfisins er skjólgóður en þar skortir umhirðu og fleiri leiktæki. Þar er fullkomin staðsetning fyrir æslaberg - hoppudýnu. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka félagsleg samskipti fólks innan hverfisins. Skapa miðpunt í hverfinu nú þegar grunnskólanum hefur verið lokað.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information