Bæta við gula róló svæðið í Foldahverfinu*

Bæta við gula róló svæðið í Foldahverfinu*

Hvað viltu láta gera? Nóg pláss og fullkomið tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt :) Flott væri að setja upp gúmmímottur í staðin fyrir mölina sem dreyfist alltaf útum allt. Fjölga leiktækjum. Stækka einn hólinn svo hann nýtist sem skjól og sleðabrekka á veturna. Bæta lýsingu svo svæðið sé þægilegra á veturna. Skipta út þessum löngu ónýta og ónotaða "körfuboltavelli" út fyrir leiktæki, gras, stærri leik-kastala eða hvað sem er. Setja upp æfingartæki fyrir léttar líkamsæfingar svo að foreldrar, aldraðir og aðrir geti ræktað líkamann á sama tíma og krakkarnir :) Hvers vegna viltu láta gera það? Leiksvæðið er mikið notað af fjölskyldum, krökkum í kring og leikskólum, heldur krökkum í nágrenninu frá umferðargötum þar sem þetta er miðsvæðis. *Hugmynd sameinuð við: Bæta rólóvellina/leikskólalóðirnar: https://betrireykjavik.is/post/39418.

Points

Það mætti líka setja ruslatunnu við leikvöllinn.

Sammála þessu, þessi kjarni er við fullt af blokkum, bæði með barnafólki og öldruðum svo gaman væri að sjá svæðið betur nýtt og uppfært.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information