Hvað viltu láta gera? Í Bryggjuhverfinu er fótboltavöllur og smá leikvöllur. Þarna er síðan risastórt tún sem nýtist lítið sem ekkert eins og er. Hugmyndin er að útvíkka þennan garð og stækka töluvert enda nóg pláss fyrir það. Hægt væri að setja upp kastala svipað og í Gufunesbæ eða aðstöðu til að koma með nesti. Hvers vegna viltu láta gera það? Þarf meira úrval fyrir börnin til að geta leikið sér úti. *Hugmyndir sameinaðar við: Leiktæki á leikvöll í Bryggjuhverfi: https://betrireykjavik.is/post/28825 Æfingakörfur fyrir frisbígolf í Bryggjuhverfið: https://betrireykjavik.is/post/28824
Frábær hugmynd. Væri frábært að hafa fleiri leiktæki og endilega meira fyrir yngri börn eins og t.d. ungbarnarólu.
Frábær hugmynd, þetta er vannýtt svæði og leiksvæðin í hverfinu eru frekar fátækleg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation