Nýr Körfuboltavöllur við Víkurskóla & Foldaskóla

Nýr Körfuboltavöllur við Víkurskóla & Foldaskóla

Hvað viltu láta gera? Við í ungmennaráði Grafarvogs leggjum til endurbætur á körfuboltavöllum á skólalóðum við Víkurskóla & Foldaskóla. ítarlegri útfærsluhugmyndir eru hér fyrir neðan í sitthvoru laginu. Foldaskóli: Best væri að fá nýjar körfur, þær sem standa nú snúa í sitthvora áttina og það er ekkert net í körfunum. Það þarf einnig að mála og slétta undirlag, en það er mikið af holum í mölinni sem getur verið stórhættulegt. Það er fín staðsetning á körfunum en það þarf að bæta aðstæður verulega. Viljum líka að settar verði 2 nýjar körfur í stað fyrir eina á efri vellinum svo hægt sem að keppa á heilan völl. Einnig væri bráðnauðsynlegt að setja girðingu á bakvið körfuna sem snýr til vesturs á skólalóðinni. En það er afar leiðinlegt að þurfa að sækja boltann ef að hann dettur þar niður. Víkurskóli: Best væri að betrumbæta allt. Þetta er alveg sorglegt hvernig þetta er núna. Gott væri að slétta undirlag, mála upp á nýtt og breyta um staðsetningar á körfunum. Körfurnar sjálfar eru líka lausar í jörðinni þannig að hægt er að snúa þeim. Þetta skapar stórhættu ef leikmenn leggja í iðnaðartroð og grípa í hringinn. Einnig væri hægt að breyta malbikaða vellinum sem er beint við hliðina á körfunum í hagnýtan körfuboltavöll. Sá völlur er lítið notaður eftir að gervigrasvöllurinn kom og teljum við því kjörið að breyta honum í góðan körfuboltavöll. Sennilegast væri það líka ódýrari lausn. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information