Þrekstiginn í Grafarvogi

Þrekstiginn í Grafarvogi

Hvað viltu láta gera? Nýta göngustíginn (löng brekka) milli Mosvegar (Borgarholtsskóla) og Strandvegar (niður við fjöru) og útnefna hann og útfæra sem Þrekstigann í Grafarvogi (sbr. vinsæla Himnastigann í Kópavogi). Þessi 650 metra leið (1300 m. upp og niður) er hin fullkomna brekka fyrir góða átaks göngu, hlaup og eða spretti. Efst og neðst í Þrekstiganum yrðu upplysingaskilti með upplýsingum um lengdir, hæðabreytingu, upplýsingar um æskilega viðmiðunartíma og hitaeiningabrennslu, hvað þykir gott m.v. ákveðinn aldur og slíkt. Lengdarstikur yrðu settar upp á hverjum 50 metrum og einnig yrði upphafs- og lokalínur máluð yfir göngustíginn. Upphafspunktar yrðu beggja vegna með upplýsingaskilti þ.e. efst við Borgarholtsskóla (tengist íþróttastarfi) og hinn væri neðst við göngubrautir Strandvegs (tengist vinsælli gönguleið). Hækkunin er áætluð 100 m.. Nálægt brekkunni eru bæði Spöngin, Borgir, Borgarholtsskóli, Borgaskóli, Víkurskóli og þá er Egilshöllin ekki langt frá uppá nýtingu fjölbreyttra æfingahópa. Gönguleiðin er nú þegar upplýst, utan neðst við göngustíginn við fjöruna. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er gott alhliða úti-æfingatæki sem hentar öllum aldurshópum til heilsueflingar. Þrekstigi Grafarvogs yrði sameiningartákn Grafarvogsbúa og tengir marga æfingahópa hverfisins. Notkunarviðmið styðja við markmið og eflingu hvers og eins notanda Þrekstigans. Seinna meir gætu æfingahópar haft reglulegar úti-æfingar í Þrekstiganum og mögulega keppni um hver sé fljótastur að fara ákveðinn fjölda ferða. Þrekstiginn væri góður undirbúningur yfir veturinn fyrir lengri sumarfjallgöngur. "Hittumst í Þrekstiganum"!

Points

Athugið að hugmyndin miðar ekki að því að taka stíginn í burtu og setja tröppur í staðinn, stígurinn myndi halda sér í núverandi mynd (engar tröppur) :)

Það má alls ekki eyðileggja göngustíginn eins og hann er í dag. Hann er í mikilli notkun og þjónar stórum hópi Grafarvogsbúa sem eru ekki endilega til í að þramma þrekstiga upp og niður. Það mætti skoða hvort hægt er að koma stiganum fyrir við hliðina á göngustígnum eða jafnvel annar staðar, t.d. sunnan megin í Grafarvoginum frá vatnsborði og upp á hæðina í Húsahverfinu, þar væri örugglega minna rok.

Frábær hugmynd, þetta er klárlega "Þrekstigi" þessi leið, frábær fyrir útiæfingar skokkara, íþróttahópa og framhaldsskólanema við Borgó.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information