Vönduð hjólastæði við Grafarvogslaug/Fjölnisvöll

Vönduð hjólastæði við Grafarvogslaug/Fjölnisvöll

Hvað viltu láta gera? Þessi tillaga felur í sér heildarlausn hjólaaðbúnaðar við íþróttasvæði Grafarvogslaugar. Það þarf að setja góða hjólaaðstöðu á eftifarandi staði. Fyrir gesti Grafarvogslaugar. Fyrir æfingavelli Fjölnis. Fyrir gesti á kappleiki Fjölnis. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að ýta undir notknun á vistvænum ferðamátum er nauðsynlegt að setja upp aðstöðu fyrir þá ferðamáta sem fólk treystir. Á kappleikjum Fjölnis fyllast götur allt um kring af bílum sem leggja kolólöglega á götu, uppá gangstétt og jafnvel inná skólalóð. Við þessu mætti bregðast með betra aðgengi að hjólastæðum á svæðinu. Við æfingasvæði Fjölnis á göngustíg milli æfingasvæðis og sundlaugar eru iðulega 20-30 hjól, sum læst við girðingu, sum ólæst og önnur á hliðinni á og við gangstíginn. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta aðstöðu hjóla fyrir gesti Grafarvogslaugar. Margir enda langa hjólatúra á rándýrum hjólum í sundi og er ég viss um að við fengjum fl. gesti í laugina ef Grafarvogur byði upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir hjólafólk.

Points

Það skal tekið fram að mynd með tillögu er ein hugmynd af stæðum sem gætu verið í boði en ekki eina hugmyndin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information