Hvað viltu láta gera? Þessi tillaga felur í sér heildarlausn hjólaaðbúnaðar við íþróttasvæði Grafarvogslaugar. Það þarf að setja góða hjólaaðstöðu á eftifarandi staði. Fyrir gesti Grafarvogslaugar. Fyrir æfingavelli Fjölnis. Fyrir gesti á kappleiki Fjölnis. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að ýta undir notknun á vistvænum ferðamátum er nauðsynlegt að setja upp aðstöðu fyrir þá ferðamáta sem fólk treystir. Á kappleikjum Fjölnis fyllast götur allt um kring af bílum sem leggja kolólöglega á götu, uppá gangstétt og jafnvel inná skólalóð. Við þessu mætti bregðast með betra aðgengi að hjólastæðum á svæðinu. Við æfingasvæði Fjölnis á göngustíg milli æfingasvæðis og sundlaugar eru iðulega 20-30 hjól, sum læst við girðingu, sum ólæst og önnur á hliðinni á og við gangstíginn. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta aðstöðu hjóla fyrir gesti Grafarvogslaugar. Margir enda langa hjólatúra á rándýrum hjólum í sundi og er ég viss um að við fengjum fl. gesti í laugina ef Grafarvogur byði upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir hjólafólk.
Það skal tekið fram að mynd með tillögu er ein hugmynd af stæðum sem gætu verið í boði en ekki eina hugmyndin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation