Hjólabrettagarður við Gufunes

Hjólabrettagarður við Gufunes

Hvað viltu láta gera? Auka afþreyingu fyrir unga fólkið þar sem hægt er að æfa sig jafnt á brettum sem hjólum og endurbæta svæðið. Ekki bara einn ramp heldur nokkrar gerðir eins og sést á myndum. Hægt að bæta við það sem þegar er í Gufunesbæ. Hvers vegna viltu láta gera það? Vantar fleiri skemmtilega staði fyrir útiveru.

Points

Líst vel á að fá Hjólabrettagarð en meira segja í Köben eru aðalvellirnir yfirbyggðir, notkunin verður annars svo lítil vegna rigningar. Þá eru einnig brettagarðarnir endurbyggðir á hverju sumri þannig að brettagarðurinn endurspegli það sem er nýjasta nýtt og nýjar áskoranir.

Styð þessa hugmynd. Góða rampa eða almennilega skál. Jafnvel steypta eins og Halldóra stingur upp á. Hjólabrettagarðar á Höfuðborgarsvæðinu eru vel nýttir, en margir ef ekki allir illa farnir.

Styð góðan hjólabrettagarð. Jafnvel steyptan? Væri kjörið að fá fagmenn í að hanna og smíða pallana svo að þetta verði almennilegt og nýtist þ.a.l. betur. Hjólabretti, bmx hjól, hlaupahjól, línuskautar og hjólaskautar - allt frábær hreyfing fyrir allan aldur, börn sem fullorðna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information