Örugg hjólastæði - hjólageymslur

Örugg hjólastæði - hjólageymslur

Hvað viltu láta gera? Fá fleiri örugg hjólastæði eins og þau sem hægt er að læsa og finnast í bílakjallara ráðhúss. Hægt er að læsa þeim með sundkorti. Til dæmis fyrir utan Vesturbæjarlaugina, í Nauthólsvík, fyrir utan verslanir úti á Granda, við Þjóðarbókhlöðuna og Háskóla Íslands og á fleiri stöðum. Þau mega gjarnan vera yfirbyggð og einhvers staðar mætti bjóða upp á rafmagn fyrir rafhjól. Hvers vegna viltu láta gera það? Þá verður hjólum síður stolið og meiri hvatning fyrir fólk til að nota hjól sem samgöngutæki. En það hefur verið mikið um hjólastuld að undanförnu og þá er gjarnan verið að taka dýr hjól. Hjól sem fólk hefur jafnvel ákveðið að fjárfesta í í stað bíls.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information