Lítinn pott / fótabað á Ægissíðu*

Lítinn pott / fótabað á Ægissíðu*

Hvað viltu láta gera? Bæta við litlum potti/fótabaði í fjörunni sem hverfur þegar flæðir að og birtist þegar fjarar út. Það er heitt vatn sem rennur út í sjóinn hjá gömlu beitiskúrunum í Grímstaðarvör (sjá myndir). Vatnið er um 38-40 gráðu heitt, hreint og aðkoman hjá Grímstaðarvör alveg kjörin. Fólk fer þarna í sjóbað nú þegar þar sem að það er aðgrunnt og sandbotninn er mjúkur. Hvers vegna viltu láta gera það? Gott tækifæri til þess koma upp einhvers konar minningum um athafnalíf grásleppurkarlanna. Nýta heita vatnið sem rennur í sjóinn fyrir heitan pott/fótabað eða sturtur fyrir þá sem stunda sjóböð þarna.

Points

Frábær hugmynd! Sjóböð eru allra meina bót.Um að gera að ýta undir ástundun þeirra.

Mjög hlynnt þessu. Fólk fer í sjóinn við Ægisíðuna, hörkutól sem eru með heitan pott heima eða gufubað. Gæti alveg hugsað mér að fara í sjóinn við Ægisíðuna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information