Útigrill, skýli og setusvæði í Skerjafirði!

Útigrill, skýli og setusvæði í Skerjafirði!

Hvað viltu láta gera? Setja upp lítið dvalarsvæði með setusvæði, skýli og útigrill við Skógarróló/Nonnatún í Skerjafirði. Dvalarsvæðið gæti verið smækkuð útgáfa af því sem sést á myndinni. Hvers vegna viltu láta gera það? Barnafjölskydur vilja hafa gott skjól frá veðri og vindum til að sitja í meðan börn eru að leik á rólóvellinum og hafa samasta til að koma saman og grilla þegar samkomubanni lýkur. Í sumar var haldin 17. júníhátíð á Nonnatúni með sameiginlegu átaki nágrannar. Að setja upp góða aðstöðu fyrir útisamkomur styrkir tengslin og nærsamfélagið í hverfinu. Að þekkja nágranna sína og hafa stað til að koma saman gerir frábært hverfi enn betra!

Points

Það þarf ekki að rökstyðja það sem er augljóst

Þetta er frábær hugmynd sem myndi koma sér afar vel fyrir barnafjölskyldur

Frábært framtak sem myndi lífga uppá hverfið

Það vantar samkomusvæði / útisvæði í Skerjafjörðinn þar sem fjölskyldur geta komið saman með börnin sín og gert meira en að fara í rennubraut. Halda veislur saman, grilla saman, verið samkomustaður fyrir hverfið.

Eflir nágrannatengsl!!

Það vantar samkomusvæði í skerjafjörðinn!

Það vantar gott barn, fjölskyldu- og vinavænt svæði í Skerjaförðinn.

Mjög sniðugt og myndi klárlega skapa skemmtilega nágranna stemningu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information