Betrumbæta Hólavallatorg

Betrumbæta Hólavallatorg

Hvað viltu láta gera? Bæta við gróðri og bekkjum á Hólavallatorgi og gera það vistvænna fyrir gangandi vegfarendur Hvers vegna viltu láta gera það? Af því að miðborgin á ekki síður að vera fyrir gangandi fólk. Hólavallatorg mætti nýta til útivistar, útimarkaða, hverfahátíða etc. væri hugað að því að gera það vistvænna. Síðan Suðurgata var gerð að einstefnugötu hefur umferð aukist til mikilla muna inn um Ljósvallagötu og inn í miðborgina um Hólavallatorg. Það er því full ástæða til að huga að leiðum til að draga úr umferðarhraða inn í svo þéttri íbúabyggð, t.d. með því að gera þarna alvöru torg sem tengist betur Hólavallakirkjugarði. Einnig þarf að huga að því að lagfæra og hirða betur umhverfið í kringum kirkjugarðinn. Það má til dæmis hugsa sér að sett verði upp eins konar garðskáli þar sem nú eru bílastæði á torginu sem að jafnaði eru lítið notuð.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information