Leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Vesturbænum.

Leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk í Vesturbænum.

Hvað viltu láta gera? Sérstakur leikvöllur fyrir vel fullorðið fólk með tækjum til að styrka líkamann, bæta jafnvægisskyn og efla félagsleg tengsl. Skjólgóður og huggulegur garður með þægilegu aðgengi þar sem okkar besta fólk getur komið saman eða eitt með sjálfu sér og tekið duglega á því. Hvers vegna viltu láta gera það? Undanfarna áratugi hafa borgir um allan heim verið að endurskoða hugmyndafræðina á bakvið almenningsleikvelli (playgrounds) og hverjum þeir þjóna. Upphaflega á hugmyndin um leikvöll fyrir fullorðna rætur að rekja til Kína, fyrsta útivistarsvæðið sem var sérstaklega hannað með þarfir eldriborgara í huga var opnað árið 1995 þar í landi. Það tók ekki langan tíma fyrir hugmyndina að ná til annarra Asíulanda, þá Evrópu og loks Norður Ameríku. Á Spáni t.d, þar sem talið er að 40% íbúa verði 65 ára eða eldri árið 2050, eru leikvellir fyrir fullorðna algeng sjón, í Barcelona einni eru yfir 300 leikvellir. Í stað „frumskógs“ líkamsræktarstöðvanna eru leikvellir fyrir fullorðna búnir líkamsræktartækjum sem miða að því að bæta kjarnavöðvastyrk, sveigjanleika, jafnvægi og vellíðan.

Points

https://www.considerable.com/health/fitness/playgrounds-for-seniors/

https://www.bbc.com/worklife/article/20191028-the-cities-designing-playgrounds-for-the-elderly

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information