Leikvöllur v/Reynimel 70

Leikvöllur v/Reynimel 70

Hvað viltu láta gera? Leiksvæði milli Reynimels 68 og 72-76 er orðið ansi slappt og fátt hægt að gera þar til dundurs annað en að róla. Rennibrautin hefur verið fjarlægð og lokað hefur verið fyrir gatið. Slysahættu er í leikturninum sjálfum Bekkurinn þar er einnig brotinn og lúinn. Gaman væri að fá turninn lagaðan og rennibrautina aftur, ungbarnaróla væri gott þar sem slíkar eru ekki alls staðar í boði, jafnvel fleiri leiktæki. Hvers vegna viltu láta gera það? Leita þarf á önnur leiksvæði með börn þar sem ástand leiksvæðisins er mjög lélegt og afþreying er engin nema rólan.

Points

Leikvöllurinn er vel staðsettur frá umferð, og gaman er að stoppa á þessum leikvelli eftir t.d. ferð í ísbúðina. "Litla húsið" inni í turninum er hættulegt, með ryðguðu járni sem stendur úr einum vegg. Nauðsynlegt er að lagfæra þennan rólóvöll, gaman væri að sjá nýtt undirlag og flottan turn með rennibraut. Tilvalið væri að setja góðan battavöll með gerfigrasi þar sem núverandi fótboltavöllur er, en grasið nær ekki að gróa og þarna er yfirleitt drullusvað sem er óspennandi aðstaða f. fótbolta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information