Lagfæra og bæta við leiktækjum á Bláa róló(sjóræningjaróló)*

Lagfæra og bæta við leiktækjum á Bláa róló(sjóræningjaróló)*

Hvað viltu láta gera? Blái róló (sjóræningjaróló) á horni Túngötu og Bræðraborgarstígs er mikið notaður af íbúum hverfisins. Oft er þröngt á þingi og þörf á bættri aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Grasblettur er nýddur niður í svað og kominn tími á að endurnýja. Fallegur trjágróður er á svæðinu og aðgæta þarf að halda gróðri og grasi en fjarlægja óafgirta rósarunna þar sem þeir skapa slysahættu fyrir börn. Bæta mætti við leiktækjum svo sem gormavegasalti, snúningsstand, tónlistarstand eða öðrum skapandi og skemmtilegum leiktækjum. Fjarlægja mætti stóra garðborðið og bæta frekar við venjulegum setbekkjum. Endurnýja þarf úr sér gengnar gúmmímottur við rólur og kastala og setja viðurkennt öruggt undirlag s.s. grasdúka/gúmmídúka. Fá þyrfti bæði landslagsarkitekt og garðyrkjufræðing og leiktækjasérfræðing :) til að koma með tillögur að úrbótum á garðinum. Hvers vegna viltu láta gera það? Barnafjölskyldum hefur fjölgað mikið í hverfinu og mikilvægt að hafa leiksvæði vel búin og aðlaðandi. Leiktæki eru of fá, einungis rólur og lítill kastali með rennibraut. Leiksvæðið er komið til ára sinna og uppfyllir ekki öryggiskröfur s.s. gúmmíundirlag er orðið mjög hart og ekki fallvörn t.d. við rólur. Leiksvæðið er á skjólgóðum og fallegum stað og mikilvægt að auka aðdráttarafl þeirra fáu grænu svæða sem eru í hverfinu. *Hluti hugmyndar sem snýr að viðhaldsverkefnum fer áfram sem ábending til viðhalds en kosið er um að endurbæta svæðið og bæta við leiktækjum o.þ.h.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information