Yfirbyggð hjólastæði við stoppistöðina Háskóli Íslands

Yfirbyggð hjólastæði við stoppistöðina Háskóli Íslands

Hvað viltu láta gera? Setja upp yfirbyggð hjólastæði á bílastæðið við stoppistöðina Háskóli Íslands. Það gengur engin stofnleið strætó í vesturbæ. Það er nú þegar hjólagrind við stöðina en hjólið er ekki varið fyrir veðri og ekki víst að hjólið þitt sé ennþá þar þegar þú kemur til baka. Það er einnig oft troðið í strætó og ekki hægt að taka hjólið með. Þetta myndi gefa Vesturbæingum kost á að nota stofnleiðir strætó með því að hjóla á næstu stoppistöð og geta skilið hjólið eftir í öruggum höndum. Hægt væri að setja upp skýli sem er ekki mikið ólíkt því sem er nú komið hjá HR og væri hægt að hafa skýlið aðgangsstýrt með því að innleiða það í Klappið, nýu snertilausa greiðslukerfi strætó. Hvers vegna viltu láta gera það? Gefa vesturbæinga kost á því að geta notað stofnleiðir strætó.

Points

Slíkum hjólaskýlum mætti jafnvel koma upp víðar en við Háskólann.

Frábær hugmynd!

Frábær hugmynd! Það væri hægt að hafa skýlið á stæðunum við Gamla garð eða Þjóðminjasafnið. Jafnvel annað nær háskólanum sem nýttist þá stúdentum mjög vel

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information