Hvað viltu láta gera? Byggja hjólabrettagarð í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Hjólabretta, hlaupahjóla, línuskauta og hjólaskauta iðkun er ört vaxandi meðal allra aldurshópa, og æskilegt væri að hafa svæði fyrir þessa iðkendur í öllum hverfum.
Niðurgrafin og yfirbyggður stór hjólabretta garður yrði draumur í dós fyrir Vesturbæ! Að fara í svona garð í útlöndum var ein magnaðasta upplifun lífs míns, mikið líf og fjör í kringum hann. Allir aldurshópar samankomnir að æfa sig eða að stíga sín fyrstu skref. Mikið af veitingastöðum í kring enda krefjandi sport og sérhæfðar búðir tengdar sportinu. Ég mæli svo innilega með svona garði!
Ég vil endilega hjólabrettagarð. En bara ef hjólabrettafólk sér um hönnunina ;)
yes! please do this! so many people who could start this activity indoors if the skatepark would be covered! also could be nice to have a real bowl!
yes! I would enjoy the bowl so much! Could be great to encourage more kids and adults into this activity! keeping fingers crossed!
Klárlega málið fyrir yngri kynslóðina. Passa að svæðið sé upplýst og sýnilegt - ólíkt hjólabrautinni sem er á bakvið Vesturbæjarlaugina.
Sting upp á að hjólabrettafólk sjái um hönnun svona svæðis, svolítið út í hött þegar fólk sem stundar ekki íþróttirnar hannar eitthvað sem passar ekki einu sinni almennilega við íþróttirnar sem eru stundaðar...
Núverandi svæði fyrir hluti eins og hjólabretti, hlaupahjol, bmx og svoleiðis hluti er ekki samþætt og vantar í það sem gæti verið svo gagnlegt rými fyrir jákvæðar æfingar og gert börnum og fullorðnum kleift að njóta þessa rýmis saman. Hér er hlekkur á almenningsrými sem þetta í Gautaborg; Svíþjóð og andrúmsloftið og hversu mikið það er notað af fólki frá öllum bænum.https://www.goteborg.com/actionparken/
Frábær hugmynd, þyrfti að vera yfirbyggt svo hægt sé að nota þetta yfir allt árið. Þetta er frábær forvörn fyrir krakka - mikil hreyfing, hitta aðra með sama áhugamál, minni sími og tölvur. Það eru ótal rök fyrir því að setja upp hjólabrettagarð, best að googla skatepark benefits - en það þarf að hanna garðinn í samtali við brettafólk og láta fagmenn með reynslu byggja garðinn. Garður sem er illa gerður, verður ekki notaður til lengdar.
Börnin þurfa fjölbreytari og ókeypis leiðir til að hreyfa sig. Þetta hefur vantað lengi! Helst yfirbyggðan svo það se hægt að nota það lika um veturinn :)
Já já já, yfirbyggður, með gryfju, römpum og fleira í samvinnu við Brettafélag Reykjavíkur t.d. Mætti meira að segja hafa Parkour völl á sama stað. Svona jaðarsport svæði
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation