Gangbraut hjá Borgarbókasafninu - Aðalsafni

Gangbraut hjá Borgarbókasafninu - Aðalsafni

Mikil gangandi umferð er til og frá Borgarbókasafni - Aðalsafni og mjög margir ganga beint yfir Tryggvagötuna þegar þeir koma út en þarna er bílaumferð talsverð. Það myndi hægja á umferð og bæta aðgengi gangandi fólks að setja gangbraut þarna beint við aðalinnganginn.

Points

Núna er hægt að ganga yfir Grófina og fara yfir gangbraut hjá Hafnarhúsinu. Þá er í raun gert ráð fyrir því að allir séu á leiðinni niður í bæ en ekki í vesturátt sem er órökrétt enda fólk á leið í allar áttir. Núþegar ganga margir yfir Tryggvagötuna fyrir utan Borgarbókasafnið svo getur skapast hætta af. Gangbraut myndi gera bílana meðvitaðari um þessa umferð og auðvelda gangandi fólki að labba í og úr Bókasafninu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information