Mikil gangandi umferð er til og frá Borgarbókasafni - Aðalsafni og mjög margir ganga beint yfir Tryggvagötuna þegar þeir koma út en þarna er bílaumferð talsverð. Það myndi hægja á umferð og bæta aðgengi gangandi fólks að setja gangbraut þarna beint við aðalinnganginn.
Núna er hægt að ganga yfir Grófina og fara yfir gangbraut hjá Hafnarhúsinu. Þá er í raun gert ráð fyrir því að allir séu á leiðinni niður í bæ en ekki í vesturátt sem er órökrétt enda fólk á leið í allar áttir. Núþegar ganga margir yfir Tryggvagötuna fyrir utan Borgarbókasafnið svo getur skapast hætta af. Gangbraut myndi gera bílana meðvitaðari um þessa umferð og auðvelda gangandi fólki að labba í og úr Bókasafninu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation