Vanræksla á klippingu trjágreinar (hekk), sem skaga út fyrir lóðamörk.

Vanræksla á klippingu trjágreinar (hekk), sem skaga út fyrir lóðamörk.

Ég legg til að þeir, sem vanrækja að klippa tré, sem skaga út fyrir lóðarmörk viðkomandi húss, fái bréfleg tilmæli frá borgaryfirvöldum með tilmælum um lagfæringu innan ákveðins tíma. Að öðrum kosti verði verkið framkvæmt á kostnað húseiganda.

Points

Eftir athugun á ástandi við hvert hús fyrir sig sendu borgaryfirvöld lóðareigendum áminningu síðastliðið haust um að klippa gróður við lóðamörk eins og hér er lagt til. Ítrekun var send nokkrum vikum seinna og eftir því sem ég best veit var henni fylgt eftir með trjáskurði og klippingum þar sem við átti. Hugsanlega hefur það ekki verið gert alstaðar þar sem þörf var á.

Hér er sannarlega nauðsynlegt verkefni á ferðinni. Það á að vera skylda hvers húseigana að tryggja að gróður þeirra loki ekki göngu- og hjólastígum. Umhirða gróðurs og trjáa er undirstaða þess að eiga fallega borg.

Þetta kemur auðvitað mest að sök þegar tré skaga langt inn á göngustíga og torvelda með því gangandi umferð. Svo er líka skemmtilegra að hafa snyrtilegt umhverfi! (Svo væri auðvitað gott að losna við allar þessar himinháu aspir úr hverfinu!)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information