Skipun í íbúaráð

Skipun í íbúaráð

Mér finnst meingallað að það sé pólitískt skipað í íbúaráð og ekki kallað eftir umsóknum frá íbúum. Það er ekki einu sinni tryggt að fólkið í íbúaráði búi í viðkomandi hverfi. Eins finnst mér vanta fjölbreytni í íbúaráðin t.d. fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk, hinsegin, kynsegin, ungt og gamalt fólk. Ef ég hef mikinn áhuga á því að vera í íbúaráði, hvernig kemst ég í það? Ég hef búið í sama hverfinu nú í 10 ár og aldrei fengið nein skilaboð frá mínu íbúaráði, samtal við íbúa í hverfinu við íbúaráð er ekkert. Það er ekkert langt síðan að ég áttaði mig á því að það væri til íbúaráð.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information