Finnst fyrirkomulagið ekki rétt uppsett og aðkoma íbúa mjög takmörkuð. Málefni flokksbundinna aðila ganga fyrir og raddir íbúa “hverfa” í fundargerðum sem gefa ekki rétta mynd af því sem raunverulega fór fram á fundunum. Mikil bót á málum þegar fundir eru teknir upp en stór galli að íbúar hafs núna enga raddir á fundum. Vil láta fleiri atriði fara í rafrænar kostningar fyrir íbúa á þeim svæðum sem verið er að taka fyrir að hverju sinni og nota tæknina sem er nú þegar til staðar og kostar ekkert - www.island.is. Í dag er þetta ekkert annað en umræðuvettvangur aðila í neðri sætum flokka til að koma málefnum sínum áfram og oft í andstæðu við það sem íbúar raunverulega vilja. Einnig eru svæðin of stór / dreifð sem eru í sama hópnum, td Vogar, Teigar, Tún þar sem eingöngu einn aðili er í málsvari fyrir mjög ólík svæði. Hvert svæði ætti að eiga talsmann í íbúaráðinu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation