Gangbraut frá Hraunteig að Laugardalslaug

Gangbraut frá Hraunteig að Laugardalslaug

Það vantar gangbraut með hraðahindrun sem kæmi í beinu framhaldi frá göngustígnum á Hraunteig og yfir Reykjaveg og myndi tengjast inn á göngustíg sem liggur að Laugardalslaug. Þarna er oft mikil umferð gangandi vegfarenda. Bílar keyra oft mjög hratt þarna. Þetta þarf að tengja hverfið okkar við Laugardalslaug og Laugardalinn ásamt því að lækka umferðarhraða. Það er rosaleg bílaumferð frá því 6 á morgnana og til 23 á kvöldin. Þetta er með umferðarþyngstu íbúagötum landsins. Ég bý þarna.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information